Byggingakranar til leigu

DS-Lausnir ehf eiga stóran flota af byggingarkrönum til leigu allt frá minnstu sjálfreisandi krönum til stærstu gerða turnkrana og allar stærðir þar á milli.
Við bjóðum eingöngu upp á traust tæki og hefur leiguflotinn okkar markvisst verið yngdur upp til þess að tryggja rekstraröryggi.
Með þessum breiða flota getum við boðið mikinn sveigjanleika fyrir leigutaka. Þannig leggjum við okkar af mörkum til þess að hámarka nýtingu á vinnusvæðum með hagkæmri samsetningu tækja.
Viðmiðunarverð af hefðbundnum sjálfreisandi krönum er 10.000 kr auk vsk fyrir hvern bómulengdarmeter (24m krani = 240.000 auk vsk á mánuði eða 40m krani = 400.000 auk vsk á mánuði ) en þessi verð eru að sjálfsögðu breytileg eftir lengd leigutíma og taka auk þess mið af sérlausnum.

Meðal sérlausnum sem í boði eru:

  • Keyranlegan undirvagn á teinum
  • Hækkunarstykki fyrir breytanlega krókhæðir
  • Lækkunarkitt fyrir lágar krókhæðir
  • Vindhraðamælir
  • Hindrunarljós fyrir flugumferð,
  • Hraðkranar ofl.

Tækniblöð:

Hraðkranar til leigu

Einnig bjóða DS-Lausnir til leigu úrval af hraðkrönum – sem eru sjálfreisandi kranar sem koma fullbúnir á vinnustaði og henta því einkar vel þar sem ekki er þörf fyrir krana í langan tíma.
Garðveggir og uppsetning á forsmíðuðum CLT timbureiningum eru dæmi um verkefni þar sem hraðkrani er lang hagstæðasta lausnin sem í boði er.

Turnkranar til leigu

DS-lausnir eiga fjölmarga turnkrana af mismunandi stærðum fyrir vinnsvæði sem þurfa meiri lyftigetu í hærri hæðum.
Leiguverð á turnkrönum er mismunandi eftir búnaði og lengd leigutíma.
Vinsamlega leitið tilboða í hvert verkefni fyrir sig.

Hér er tækniblað fyrir meðalstóran turnkrana sem við leigjum út

Við veitum faglega ráðgjöf og finnum lausnina sem hentar þínu verkefni. Leitið upplýsinga hjá okkur.