Við hugsum í lausnum og reynum að stytta allan biðtíma eins og hægt er.

Bílkranaþjónusta

Við veitum verktökum og byggingariðnaðnum fljóta og góða þjónustu og kappkostum að hafa ávallt til reiðu krana í réttri stærð fyrir viðskiptavini okkar.

DS-Lausnir ehf hafa á undanförnum árum verið leiðandi í endurnýjun bílkranaflota landsins og erum við stolt að geta boðið upp á yngsta og stærsta bílkranaflota landsins. Við eigum allt frá minnstu krönum landsins til þeirra stærstu og allt þar á milli.

Kynntu þér kosti þeirra bílkrana sem við höfum yfir að ráða

DS-Lausnir eiga mikið af sértækum viðurkenndum hífibúnaði til að geta leyst úr flóknustu hífingum með öruggum hætti.

Gerð áhættumats og hífiáætlana er fastur liður i verkferli DS-Lausna þegar kemur að áhættusömum verkefnum. Það er stefna fyrirtækisins að vera ávallt fremst i flokki þegar kemur að öryggi og fagmennsku við hífingar.

Verkstæði

Á verkstæði okkar að Breiðhellu 22 getum við tekið krana og stærri tæki inn til viðgerða ef þarf. Á lager eigum við bæði nýja og notaða varahluti í flestar gerðir krana.

Fáðu tilboð í bílkrana

Við veitum faglega ráðgjöf og finnum lausnina sem hentar þínu verkefni. Leitið upplýsinga hjá okkur.