Mest seldi byggingakrani á Íslandi 2014 – 2020.

Þessir frábæru kranar hafa komið eins og stormsveipur inn á markað hérlendis og ekkert lát virðist vera á vinsældum þeirra.

Einfaldleiki, sterkir mótorar og hugvit í hönnun og smíði þessara krana hafa sparað eigendum Cattaneo krana tíma og peninga frá fyrsta kaupdegi.

Sá nýjasti frá Cattaneo - CM415

Við bjóðum þessa sjálfreisandi krana í stærðum frá 22m bómu og upp í 41m bómu. Allir Cattaneo kranar eru seldir með 2ja ára ábyrgð frá afhendingardegi, með ljósum í bómu, með stórum stálplöttum undir fætur og öflugustu stiglausu mótorum sem völ er á.

Skipta má Cattaneo krönunum í tvo flokka; hefðbundna sjálfreisandi krana og svo hraðkrana

Hraðkranar

Hraðkrani er hugtak sem við notum fyrir krana sem þarf ekki að fjarlægja ballestar af sér fyrir flutninga. Þessir kranar eru með glussatjakka fyrir fætur og allan búnað áfastann sem þarf til flutninga milli staða svo sem dráttarbeisli, hjólastell með bremsum og ljósabúnað. Hraðkranann er hægt að stilla af og reisa á innan við 20 mínútum þannig að minnsta mál er að færa og flytja svona krana jafnvel oft innan sama verksins.

Hraðkrani CM 221

Lengd 22 metrar, hæð 17,3 metrar, verð 10,5 milljónir + vsk. Smellið hér fyrir tækniblað CM221

Hraðkrani CM 271

Lengd 27 metrar, hæð 20,3 metrar, verð 14,6 milljónir + vsk. Smellið hér fyrir tækniblað CM271

Hefðbundinn sjálfreisandi krani

Hefbundinn sjálfreisandi krana þarf að flytja milli staða án ballesta og eru stillifætur kranans skrúfaðir. Þessir kranar koma þó allir með eigin vinnustaða hjólastelli (25Khm) sem dugir til allra styttri flutninga. Einföld uppsetningartækni gerir sérfræðiþekkingu óþarfa og eru þannig viðskiptavinir í flestum tilfellum færir um að sjá alfarið um rekstur og tilfærslur þessara krana. DS-Lausnir ehf eiga svo til hjólastell til lengri flutninga sem stendur viðskiptavinum til boða. Þannig er hægt að fara með þessa krana milli landshluta með minnsta mögulega kostnaði.

Hefðbundinn sjálfreisandi krani CM 71A

Lengd 24 metrar, hæð 18,6 metri, Smellið hér fyrir tækniblað CM71A

Hefðbundinn sjálfreisandi krani CM 74S4

Lengd 30 metrar, hæð 23 metrar, Smellið hér fyrir tækniblað CM74S4

Hefðbundinn sjálfreisandi krani CM 82S

Lengd 33 metrar, hæð 21 metri, Smellið hér fyrir tækniblað CM82S

Hefðbundinn sjálfreisandi krani CM 90S

Lengd 41 metri, hæð 25 metrar, Smellið hér fyrir tækniblað CM90S

Hefðbundinn sjálfreisandi krani CM 415

Lengd 41 metri, hæð 31,5 metrar, Smellið hér fyrir tækniblað CM415

 

*Verð miðast við gengi EUR 1.1.2020