Lausnir eru stoltur samstarfsaðili Bravi Platforms á Íslandi, sem hafa í rúmlega 40 ár hannað og framleitt frábærar vinnulyftu lausnir. Hér fer saman þekking og reynsla þessa ítalska fyrirtækis sem rekur sögu sína allt aftur til ársins 1978.

Að okkar mati eru þetta framúrskarandi hagkvæmar lausnir sem sameina bæði góða hönnun og þægilegan rekstur. Við höfum um árabil leigt, þjónustað og selt inni vinnulyftur frá Bravi Platforms og erum því vel í stakk búinn til að tryggja góða þjónustu og ábyrgðir.

Við eigum til Bravi Leonardo HD lyftur bæði til leigu og sölu en sjá má kynningu á þeim hér fyrir neðan. Leonardo HD er sérlega vel hönnuð lyfta sem getur auðveldlega komist í gegnum stöðluð hurðarop enda er hún aðeins 74cm breið og getur snúið sér 360°á punktinum þannig ef einhver lyfta kemst á staðinn er það Leonardo HD. Vinnuhæð er allt að 4,9m og burðargetan 180 kg.

 

 

Bravi Platforms býður líka frábærar lausnir í sérhæfðari verkefni eins og til dæmis þennan plöturamma sem hægt er að tengja við Leonardo lyftuna. Þetta er frábær lausn sem einfaldar og léttir alla vinnu þar sem koma þarf gipsplötum fyrir upp í loft. Hagræðið er augljóst.

Fáðu ráðgjöf um vinnulyftur